Nýjast á Local Suðurnes

50.000 fylgja Suðurnesjastúlkum sem heilluðu enska landsliðsmenn upp úr takkaskónum

Fylgjendum stúlknanna sem heilluðu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp úr takkaskónum á dögunum hefur fjölgað umtalsvert á Instagram síðan mál sem snýst um heimsókn stúlknanna á hótelherbergi tvímenningana kom upp.

Samtals hafa báðar stúlkurnar, Lára Clausen og Nadia Sif Líndal Gunnarsdóttir, sem uppaldar eru á Suðurnesjum, um tæplega 50.000 fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Þannig hefur Lára tæplega 17 þúsund fylgjendur og Nadía Sif tæplega 30 þúsund. Langmest er um að ræða erlenda fylgjendur, samkvæmt umfjöllun Vísis um málið, en þó eitthvað af Íslendingum. Í umfjölluninni kemur fram að forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir, fylgist nú með því sem fram fer hjá stúlkunum tveimur á samfélagsmiðlinum.

Mikið hefur verið fjallað um málið í breskum fjölmiðlum undanfarið og voru leikmennirnir ungu meðal annars reknir úr enska landsliðinu í kjölfar þess auk þess sem refsingar bíða þeirra frá félagsliðum þeirra og enska knattspyrnusambandinu. Þá hafa stúlkurnar fengið að kynnast óvæginni umfjöllun í kommentakerfum fjölmiðlanna.

Mynd: Skjáskot / The Sun