Nýjast á Local Suðurnes

Leiðinlegir íbúar Innri Njarðvíkur sameinast – “Skemmtilegast að ræða lausagöngu dýra”

Innri - Njarðvík

Íbúahópar eru algengir á samfélagsmiðlunum og þar eru mál málanna í sveitarfélögum landsins oft rædd á afar opinskáan máta. Yfirleitt er verið að benda á það sem miður fer en oft má þó finna gagnlegar umræður á þessum vettvangi.

Frekar leiðinleg umræðuefni eins og bílastæðamál sem eru til að mynda algeng umræða Íbúahóp á Ásbrú og lausaganga dýra sem er afar algengt umræðuefni í hópi íbúa Innri-Njarðvíkur ráða oft ríkjum í hópum íbúa, en nú hafa Innri-Njarðvíkingar fundið lausn á þessu og ræða málin í hópnum Leiðinlegir íbúar Innri Njarðvíkur þannig að skemmtilegri umræðuefni ættu að finnast í öðrum hópum.

Í lýsingu á hópnum segir að þeim sem að honum standa finnist gaman að ræða um allt það leiðinlega sem gengur og gerist í Innri Njarðvík en skemmtilegast er samkvæmt lýsingunni að ræða lausagöngu dýra.