Nýjast á Local Suðurnes

Hlaut talsverða áverka á fæti eftir að hafa orðið undir hjóli strætisvagns

Það óhapp átti sér stað í Reykjanesbæ í gærdag að þrettán ára piltur gekk í veg fyrir strætisvagn við strætóskýli með þeim afleiðingum að hjól vagnsins fór yfir fót hans.

Vagninn var að nema staðar þegar atvikið átti sér stað. Talsverðir áverkar voru á fæti piltsins og var hann fluttur með sjúkrabifreið undir læknis hendur til aðhlynningar.