Nýjast á Local Suðurnes

Telja að lítið fari fyrir áherslum á heilsueflandi samfélagi

Menningar- og atvinnuráð óskaði á dögunum eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

Lýðheilsuráð telur að lítið fari fyrir áherslum á heilsueflandi samfélagi í stefnunni. Mikilvægt er að markaðssetja bæjarfélagið í takt við áherslur er snúa að heilsu og vellíðan íbúa. Heilsutengd ferðaþjónusta verður fyrirferðameiri á komandi árum og þar felast tækifæri fyrir bæjarfélagið og fyrirtæki á svæðinu, segir í bókun ráðsins um málið.