Nýjast á Local Suðurnes

Leikmenn Tindastóls borguðu sig inn á leik í Grindavík: “Á landsvísu erum við ein fjölskylda”

Grindavík og Tindastóll mættust í Domino´s-deild karla í kvöld í körfuknattleik í kvöld og rann aðgangseyrir leiksins sem og aðgangseyrir kvennaleikja Grindavíkur og Þórs frá Akureyri um helgina óskiptur til styrktar fjölskyldu Magnúsar Andra Hjaltasonar sem var bráðkvaddur í vikunni, langt um aldur fram en hann var um árabil formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

Allir leikmenn Tindastóls byrjuðu kvöldið á að greiða sig inn á leikinn og lögðu þannig sitt af mörkum til styrktar fjölskyldu Magnúsar heitins. Tinda­stólsmenn voru hins vegar ekki eins gestrisnir þegar á völlinn var komið, en liðið vann 88-81 sig­ur í spenn­andi og skemmti­leg­um leik.