Nýjast á Local Suðurnes

Fundu vel fyrir loftmengun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ

Loftmengun mældist nokkuð slæm í Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum í morgun, og sýndu mælar á vef loftgæði.is meðal annars appelsínugular merkingar. Lesendur sudurnes.net, sem hafa verið í sambandi, segjast hafa fundið megnan fnyk í Sandgerði og Njarðvík.

Samkvæmt nýjustu mælingum virðist þetta þó vera að snúast í rétta átt.

Skýringar við appelsínugular merkingar á loftgæði.is eru eftirfarandi:

Þónokkur loftmengun. Viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geta fundið fyrir einkennum vegna loftmengunar.