Nýjast á Local Suðurnes

Appelsínugul viðvörun fyrir morgundaginn – Hvasst og hviðótt á Reykjanesbraut

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi í fyrramálið og má meðal annars búast við truflunum á samgöngum.

Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s og veðrinu mun fylgja snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Mjög hvasst og hviðótt á leiðum sem liggja frá höfuðborginni, þar með talið á Reykjanesbraut. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að veðrið muni ganga fremur hratt yfir, en viðvörunin tekur gildi klukkan 9 að morgni en samkvæmt spám mun veðrið verða nokkuð skaplegt um klukkan 15.