Nýjast á Local Suðurnes

Sjö Suðurnesjastúlkur á NM yngri landsliða í körfubolta

Sjö stúlkur af Suðurnesjum eru í 12 manna lokahóp U16 ára landsliðsins í körfuknattleik fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi dagana 26. til 30. júní næstkomandi. Keflvíkingarnir Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eydís Eva Þórisdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir og Elsa Albertsdóttir ásamt Grindvíkingunum Sigrúnu Elfu Ágústsdóttur, Hrund Skúladóttur og Viktoríu Líf Steinþórsdóttur.

Undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst og tók Karfan.is þær stöllur Elsu Albertsdóttur og Hrund Skúladóttur tali á æfingu á dögunum, viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Lekir liðsins fara fram á eftirfarandi tímum og má nálgast tölfræði leikjanna á meðan á þeimstendur hér.