Nýjast á Local Suðurnes

Tæmdu dósasöfnunargám Þróttar í Vogum

Óprútnir aðilar stálu dósum sem íþróttafélagið Þróttur hefur safnað undanfarin misseri, en gámurinn var tæmdur eftir að fyrirtæki höfðu fyllt gáminn síðastliðinn fimmtudag.

Andvirði dósanna er um 120.000 krónur og er ljóst að um er að ræða mikið áfall fyrir félagið.

Gámurinn er staðsettur við Íþróttamiðstöðina í Vogum og er biðlað til bæjarbúa um að fylgjast vel með gámnum, láta forsvarsmenn Þróttar eða lögreglu vita ef það sér eitthvað grunsamlegt. Þetta tiltekna atvik hefur þegar verið tilkynnt til lögreglu, segir í tilkynningu á vef Þróttar. Síminn hjá Þrótti er 892-6789.