Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar með órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju

Söngvarann Valdimar Guðmundsson þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjamönnum, þar sem hann hefur á örfáum árum sungið sig inn í hjörtu allra landsmanna. Valdimar mun halda einstaka órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum sunnudaginn 4.september.

Á tónleikunum mun rödd Valdimars fá að njóta sín í einstöku umhverfi litlu kirkjunnar í Höfnum, sem einnig er sú elsta á Suðurnesjunum öllum. Elíza Newman mun hita upp fyrir Valdimar og tónleikarnir hefjast kl.16. Aðgangseyrir er 1000kr.

Allur ágóði tónleikana rennur til sjóðs til viðhalds Kirkjuvogskirkju og eru þeir partur af Hátíð í Höfnum dagskránni á Ljósanótt 2016.