Nýjast á Local Suðurnes

Gullaldarlið Þróttar Voga Cup meistarar 2016 eftir vítaspyrnukeppni – Myndir!

Föstudaginn 12. ágúst fór fram skemmtilegur leikur milli leikmanna Þróttar frá árunum 1998 – 2002 og Vonarstjarna félagsins (Drengir 15 – 18 ára ). Leikurinn fór fram í tengslum við fjölskylduhátíð Voga.

Leikurinn fór 1-1 eftir að þeir gömlu komust yfir með marki frá Jón Þór strax í byrjun leiks. Emil jafnaði með fallegu skoti rétt fyrir hálfleik. Leikið var 2×25 mínútur, þar sem óttast var að kempurnar þyldu ekki mikið lengri leiktíma.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fór svo að ungu fóru á taugum á punktingum og klikkuðu af tveimur spyrnum og þeir gömlu skoruðu úr öllum sínum og þurftu ekki að taka fimmtu spyrnuna. Því er Gullaldarlið Þróttar Voga Cup meistarar 2016. 

Dómari leiksins var Kiddi Þór og stóð hann sig óaðfinnalega og blés aðeins þrisvar í flautuna í leiknum, í upphafi, í hálfleik og í lok leiks.

“Við þökkum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn og tóku þátt í þessari gleði með okkur. Sérstaklega skemmtilegt þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður fyrir leik.” Segir á heimasíðu Þróttar, en þaðan eru myndirnar einnig fengnar að láni.

vogar fotb

vogar fotb2

vogar fotb3

vogar fotb4

vogar fotb5

vogar fotb6

vogar fotb7