Nýjast á Local Suðurnes

Vogabúar taka á móti Friðarhlaupurum á morgun

Dagana 1.-24. júlí fer fram Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið um allt Ísland, en þá mun 12 manna alþjóðlegur hópur hlaupara hlaupa á milli byggða með logandi Friðarkyndilinn. Öllum gefst færi á að taka þátt, en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna.

Friðarhlaupið kemur í Voga um kl. 09:00 fimmtudaginn 2. júlí og ætla Vogabúar að taka á móti hlaupurum við íþróttahúsið.

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.