Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 30.000 gestir á Ljósanótt – Kanna hvernig til tókst

Ljósanótt 2019 / Mynd: Reykjanesbær

Talið er að yfir 30 þúsund gestir hafi tekið þátt í Ljósanótt sem fór fram í byrjun september eftir þriggja ára hlé.

Á annað hundrað viðburði var að finna í fjögurra daga viðburðaveislu Ljósanætur sem stóð frá fimmtudegi til sunnudags og bauð upp á eitthvað fyrir alla.

Um leið og við þökkum frábærar móttökur á Ljósanótt 2022 viljum við gjarnan fá að heyra hvað ykkur fannst með því að taka þátt í örstuttri könnun, segir á vef Reykjanesbæjar.

Allar góðar ábendingar eru vel þegnar við undirbúning næstu Ljósanætur sem fram fer 31. ágúst til 3. september 2023.

SMELLTU Á KÖNNUNINA