Nýjast á Local Suðurnes

Litla Gula hænan sýnd í Grindavík í dag

Leikhópurinn Lotta mætir til Grindavíkur í dag og setur upp leikritið um Litlu gulu hænuna. Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Sýningin fer fram á túninu við kirkjuna og er aðgangseyrir 1.900 kr. Sýningin hefst kl. 18:00

Af heimasíðu leikhópsins:

Sumarið 2015 mun Leikhópurinn Lotta setja upp leikritið um Litlu gulu hænuna. Í þessu verki hefur höfundurinn, Anna Bergljót Thorarensen, fléttað saman tveimur þekktum ævintýrum. Við erum þá annars vegar að tala um Litlu gulu hænuna og hins vegar Jóa og baunagrasið.

Baldur Ragnarsson semur söngtexta og mun hann ásamt Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur semja lögin í sýningunni. Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson liggja síðan um þessar mundir yfir leikmyndinni sem eins og gefur að skilja er að valda þeim töluverðum höfuðverk. Hvernig lætur maður baunagras vaxa alla leið upp til skýja þegar maður sýnir undir berum himni?