Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar fresta þorrablóti

Ákveðið hefur verið að fresta þorrablóti körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um óákveðinn tíma vegna Covid 19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu sem deildin heldur úti vegna blóðsins. Viðburðurinn hefur verið ein helsta tekjulind deildarinnar undanfarin ár.

Tilkynningin í heild sinni:

Kæru Keflvíkingar

Það ætti varla að koma neinum á óvart en við verðum því miður að fresta Þorrablóti Keflavíkur um sinn. Stefnan er að halda viðburðinn eins fljótt og kostur gefst, þá með súrari mat eða einhverju allt öðru. Okkur þykir þetta að sjálfsögðu ömurlegt en ekkert annað er í stöðunni.

Um leið og við förum að sjá þetta umtalaða ljós í enda ganganna þá heyrið þið í okkur aftur.

Farið vel með ykkur og megi árið 2022 verða besta ár þessa áratugar hingað til.

Kær kveðja,
Þorrablótsnefndin.

Mynd: Wikipedia