Nýjast á Local Suðurnes

Vinnumálastofnun lokar fyrir aðgang afgreiðslu í Reykjanesbæ

Vinnumálastofnun hefur lokað fyrir aðgang að afgreiðslu sinni í Reykjanesbæ um óákveðinn tíma. Í tilkynningu á vef stofnunarinnar kemur fram að gripið sé til þessa vegna útbreiðslu Covid 19.

Skjólstæðingar og atvinnurekendur eru hvattir til að nýta síma, tölvupóst, vefsíðu og Mínar síður í samskiptum við stofnunina.