Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær mætir Árborg í Útsvari á föstudag

Á föstudaginn kemur mætast lið Reykjanesbæjar og Árborgar í 16 liða úrslitum spurningaþáttarins Útsvars og hefst útsending klukkan 20. Þau Baldur, Grétar og Guðrún koma inn í 16 liða úrslitin eftir frækilegan sigur á sterku liði Seltjarnarness. Lið Árborgar kemur inn í 16 liða úrslitin sem eitt af 4 stigahæstu tapliðum úr síðustu umferð. Ekki munaði þó nema 7 stigum á liðunum og því ljóst að keppnin á föstudag getur orðið æsispennandi.

Reykjanesbær hvetur fólk til að mæta í sjónvarpssal og hvetja liðið til sigurs en keppnin fer fram í höfuðstöðvum RÚV, Efstaleiti 1 mæta verður fyrir klukkan 19:30, hálftíma fyrir útsendingu og eru allir velkomnir.