Nýjast á Local Suðurnes

Allir leikirnir í 16-liða úrslitunum sýndir á EM-Skjánum

Allir leikir í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu verða sýndir í beinni útsendingu á EM-skjánum í skrúðgarðinum í Keflavík. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum segir að vel á fimmta hundrað manns hafi mætt í skrúðgarðinn til að sjá leik Íslands og Austurríkis á miðvikudag.

Tilkynninguna í heild sinni má finna hér fyrir neðan:

Eins og bæjarbúar vita þá hefur geoSilica EM-Skjárinn verið í skrúðgarðinum þar sem bæjarbúar og gestir hafa komið saman til að horfa á leiki íslenska lansliðsins í þessari stórkoslegu upplifun sem hefur verið að gerast núna undanfarið.

Á fyrsta leik Íslands gegn Portúgal var geggjuð stemning, þar sem um 200 manns mættu á svæðið. Á leik Íslands gegn Ungverjalandi, mættu aðeins færri, enda leiðinlegt veður, 12 m/s og helli demba. Á miðvikudag var stemningin hinsvegar gríðarlega góð, vel á fimmtahundrað manns í skrúðgarðinum, sem létu vel í sér heyra.

EM-hópurinn hefur reynt að láta alla hluti ganga upp í samstarfi við mörg frábær fyrirtæki en kostnaður á svona skjá fyrir vikuna hleypur a nokkuð hundruðum þúsundkalla. Nú hefur hópurinn tryggt sér skjáinn fram yfir 16 liða úrslitin á mánudag og verða allir leikir í 16 liða úrslitum sýndir á skjánum.

Á mánudaginn leikur landslið Íslands sinn mikilvægasta leik til þessa, með möguleika að komast í 8 liða úrslit fari liðið með sigur af hólmi gegn Englandi.

Allir bæjarbúar eru velkomnir að kíkja við alla helgina að fá sér sæti horfa á leik og láta sér líða vel og fá sér veitingar á Litla Fernando´s eða á pullaranum hjá Villa og Ingu, aðgangur að svæðinu er ókeypis, en okkur langar að minna á að tekið er við frjálsum framlögum ef fólk hefur áhuga að stykja við þetta verkefni og hjálpa okkur að ná endum saman, það er hægt að gera með því að leggja inn á bankareikning,  0142-26-012111 – Kennitala 430210-0330, en margt smátt gerir eitt stórt og hvetur okkur áfram til að bjóða upp á svona skemtilegan viðburð aftur til dæmis að ári þegar Stelpurnar fara á EM eða yfir HM 2018 í Rússlandi – Takk fyrir allan stuðning og hvatningu og já Takk fyrir að koma og hvetja Strákana okkar – ÁFRAM ÍSLAND.