Nýjast á Local Suðurnes

Jafntefli hjá Grindavík og KA í hörkuleik

Það var sannkallaður stórleikur í Grindavík þegar heimamenn fengu topplið KA í heimsókn í Inkasso-deildinni í kvöld. Jafntefli varð niðurstaðan í hörku leik og Grindvíkingar sem áttu möguleika á að ná öðru sæti deildarinnar, sitja enn í því þriðja.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, eftir að KA-menn höfðu komist í 2-0, en í seinni hálfleik komu Grindvíkingar til baka og náðu að jafna. Fransisco Eduardo Cruz Lemaur skoraði fyrra mark Grindavíkur strax í upphafi síðari hálfleiks og Alexander Veigar Þórarinsson skoraði svo jöfnunarmarkið á 82. mínútu.