Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægur sigur Keflvíkinga á Þór

Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á Þór á Akureyri í kvöld, en með sigrinum blanda Keflvíkingar sér í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar með 17 stig.

Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og skoraði Sigurbergur Elísson fyrsta mark leiksins eftir sjö mínútna leik. Keflvíkingar bættu svo öðru marki við um miðjan fyrri hálfleikinn og var þar að verki Hörður Sveinsson. Þannig að hélst munurinn út fyrri hálfleik.

Þórasarar minnkuðu muninn í 1-2 á 76. mínútu en Keflvíkingar náðu að halda því þannig til loka leiks og fengu afar mikilvæg þrjú stig í hús.