Nýjast á Local Suðurnes

Ókeypis jazztónleikar í Suðurnesjabæ

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar efnir til tónleika í Bókasafni Sandgerðis í kvöld.

Djasstríó skipað þeim Kjartani Valdemarssyni píanóleikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara kemur fram á tónleikum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar fimmtudagskvöldið 10. október, klukkan 20, í Bókasafni Sandgerðis.

Þeir félagar hafa lengi verið áberandi í tónlistarlífi landsins og saman hafa þeir leikið um árabil með Stórsveit Reykjavíkur.

Á þessum tónleikum leita þeir í form hins hefbundna píanó tríós og samanstendur efnisskrá tónleikanna af þekktum og óþekktum lögum úr djassbókinni, nýjum sem gömlum.

Aðgangur er ókeypis, heitt á könnunni og allir velkomnir!