Nýjast á Local Suðurnes

Mikill áhugi á Græna iðngarðinum í Helguvík

Græni iðngarðurinn, sem til stendur að setja upp í Helguvík, virðist vera að fara nokkuð vel af stað. Greint er frá því á Facebook-síðu félagsins að nú þegar hafi um 20 fyrirtæki og frumkvöðlar lýst yfir áhuga á að skoða tækifæri á svæðinu. Græni iðngarðurinn verður hýstur í byggingum sem hýsa áttu álver Norðuráls í Helguvík.

Hér langar okkur í Græna iðngarðinum að halda öllum vinum okkar upplýstum um gang mála við uppbyggingu garðsins. Fyrstu viðbrögð hafa verið frábær og hafa rösklega 20 græn fyrirtæki og frumkvöðlar þegar haft samband og sýnt áhuga á að skoða byggingarnar og tækifærin á svæðinu, segir á Facebook-síðu félagsins.