Nýjast á Local Suðurnes

Margbrotlegur ökumaður tekinn úr umferð

Lögreglan á Suðurnesjum tók fjóra ökumenn úr umferð á síðasta sólarhring vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra var grunaður um áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hann var ökuréttindalaus og hafði í fórum sínum  á annan tug e – tafla. Annar ók á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund. Hann var einnig grunaður um ölvunarakstur.

Annars fóru áramótin vel og friðsamlega fram í umdæmi lögreglunnar, segir einnig í tilkynningu lögreglu.