Nýjast á Local Suðurnes

Undirbúa pöntun á rafmagnsofnum í allar stofnanir Reykjanesbæjar

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Vinnuverndarfulltrúa Reykjanesbæjar hefur verið falið að finna út hvað þarf marga rafmagnsofna til að halda stofnunum sveitarfélagsins frostfríum komi til þess að heitt vatn fari af sveitarfélaginu. Þá hefur innkaupastjóri hafið vinnu við að finna réttan búnað og fá verð.

Kjartan Már Kjartansson formaður neyðarstjórnar mun vera í samskiptum við HS Veitur og ganga úr skugga um að kerfið þoli álagið, en reiknað er með að 10-15 rafmagnsofnum verði komið fyrir inní stærstu stofnununum sem taka samtals 15-20 KW en þá verður engin önnur rafmagnsnotkun í húsnæðinu á meðan, segir í fundargerð neyðarstjórnar.