Fjölmiðlaskrif og bókmenntaútgáfa Hilmars Jónssonar aðgengileg á nýjum vef
Jón Hilmarsson, ljósmyndari, hefur undanfarna fjóra mánuði unnið að því að setja upp vefsíðu sem inniheldur ýmis verk sem faðir hans, Hilmar Jónsson, rithöfundur, vann á sinni starfsævi.
Vefurinn inniheldur meðal annars ýmis fjölmiðlaskrif og bókmenntaútgáfu. Hilmars.
Verkefnið hefur meðal annars falið í sér skönnun á hundruðum greina sem hann hafði skrifað og einnig það sem var skrifað um hann sjálfan, líklega spannar rúma 5 áratugi af margvíslegum skrifum.
“það var fátt sem pabbi hafði ekki skoðunun á, sérstaklega ef það hafði með bókmenntir, pólitík, æskulýðsmál, forvarnir og leiklist að gera.” Segir Jón í tilefni af opnun vefsíðunnar.
Hér fyrir neðan má finna tengil á vefsíðuna:
https://hilmarjonsson.myportfolio.com/work
Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.