Nýjast á Local Suðurnes

Gul veðurviðvörun – Lausir munir geta fokið

Gul veðurviðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi klukkan 21 í kvöld og gildir eins og stendur til klukkan 5 í nótt. 

Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við allhvassri suðaustanátt. Lausir munir geti fokið, til að mynda trampólín sem ekki eru tryggilega fest. Þá má búast við rigningu.