Reynsluboltar bjóða upp á körfuboltaskóla fyrir krakka á Spáni
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur í körfuknattleik og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur og fyrrum atvinnumaður og Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga og yfirþjálfari yngri flokka félagsins munu bjóða krökkum sem fæddir eru á árunum 2002-2005 upp á viku námskeið í íþróttinni í Albir á Spáni í júní.
Auk reynsluboltana þriggja munu erlendir þjálfarar aðstoða við námskeiðin, sem haldin eru í Pau Gasol Center þar sem aðstaða til æfinga er á heimsmælikvarða.
Farið verður yfir bæði grunnatriði leiksins eins og knattrak og sendingar auk þess sem farið verður yfir ýmis smáatriði sem skipta máli við iðkun körfuknattleiks.
Þjálfararnir þrír hafa mikla reynslu á því að vinna með ungum leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri leikmenn. Einnig verður boðið uppá fyrirlestra um andlega þáttinn og krakkarnir vinna verkefni því tengdu. Svo verður boðið upp á tíma þar sem krakkarnir geta komið til þjálfarana og fengið góð ráð varðandi sinn leik.
Nánar má lesa um ferðatilhögun og verð hér.