Nýjast á Local Suðurnes

Hagnaður hjá Golfklúbbi Suðurnesja – Jóhann endurkjörinn formaður

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fór fram á dögunum í golfskála klúbbsins í Leirunni. Þar kom meðal annars fram að klúbburinn skilaði tæplega hálfri milljón króna í hagnað á síðasta starfsári. Þá var Jóhann Páll Kristbjörnsson endurkjörinn formaður klúbbsins.

Jóhann Páll var formaður GS

Jóhann Páll formaður GS

Hagnaður var á rekstri GS í síðasta starfsári að upphæð 492.038 kr. eftir afskriftir og vaxtagjöld. Tekjur klúbbsins voru 72.444.548 kr. og gjöld 70.410.897 kr.

Skuldir GS lækkuðu um 2.833.252 kr. á tímabilinu eða fóru úr 21.823.000 kr. niður í 18.999.000 kr.

Rekstrartekjur urðu kr. 72.444.548,-
Rekstrargjöld urðu kr. 70.410.897.-
Fjármangstekjur/gjöld urðu kr. -1,541,613,-
Afskriftir voru kr. 1.499.053,-
Hagnaður ársins eftir afskriftir og fjármagnsliði varð kr. 492.038,-
Eignir GS eru kr. 91.220.505,-
Skuldir GS eru kr. 18.999.000,-

Ársreikningur GS 2015