Nýjast á Local Suðurnes

Vilja setja upp tjaldstæði við Víkingaheima

Sviðstjóra umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur verið falið að ræða við rekstraraðila Víkingaheima um útfærslu á uppsetningu tjaldstæðis við Víkingaheima. Þjónusta við þennan hóp ferðalanga hefur verið af skornum skammti í Reykjanesbæ. en ekkert tjaldstæði hefur verið í sveitarfélaginu undanfarin ár.

Það er fyrirtækið Viking World sem sækir um leyfi til að gera tjaldstæðið á lóð Víkingaheima. Fyrirtækið óskar einnig eftir stuðningi bæjaryfirvalda við gerð tjaldstæðisins.