Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur: “Á ábyrgð ríkisvaldsins að flýta mannfrekum framkvæmdum og skapa störf”

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, segir það á ábyrgð ríkisvaldsins og sveitarfélaganna að flýta mannfrekum framkvæmdum og skapa störf svo fljótt sem verða má. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn ritar á Facebook í kjölfar gjaldþrots WOW-air.

Ásmundur segir gjaldþrotin undanfarið hafa mikil áhrif á Suðurnesjum og að margir gætu mögulega lent í hremmingum vegna þessa.

“Við megum ekki gleyma þjónustufyrirtækjunum sem mörg hver tapa viðskiptum og útistandandi skuldum. Mörg smærri fyrirtæki gætu þurft að fækka starfsfólki og draga saman seglin en gjaldþrot liðinnar missera hafa haft afleiðingar hér á Suðurnesjum.” Ritar Ásmundur meðal annars, en pistil hans má finna í heild sinni hér fyrir neðan.