Nýjast á Local Suðurnes

Alexander Aron til Þróttar Vogum

Alexander Aron Davorsson var á laugardaginn ráðinn sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Þrótti Vogum en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið. Alexander, sem er uppalinn hjá Aftureldingu, á að baki afar farsælan feril hjá Aftureldingu og Fram, þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár.

“Ég er mjög sáttur við að vera kominn til Þróttar þar sem ég mun leggja mig allan fram, bæði sem þjálfari og leikmaður. Ég hef í talsverðan tíma hugsað mér að snúa mér að þjálfun, þessi aðkoma mín til Þróttar gefur mér tækifæri á að halda áfram að spila en byrja jafnframt að koma mér inn í þjálfaramálin.

Ég tel mig hafa heilmikið fram að færa og hlakka til samstarfsins við Binna og strákana í liðinu. Ég kveð Aftureldingu í góðri sátt en þar hef ég átt mín bestu og ánægjulegustu ár sem leikmaður.” Er haft eftir Alexander í tilkynningu frá Þrótti Vogum