Nýjast á Local Suðurnes

Keyra efni í varnargarða

Undirbúningur vegna mögulegrar byggingar varnargarða við Svartsengi er í fullum gangi, en þessa stundina er verið að taka efni inn á svæðið til að geta verið svo mögulegt sé að bregðast hratt við ef það þarf að setja upp varnargarða.

Þetta kemur fram í máli Kristins Harðarsonar, framkvæmdastjóra framleiðslu hjá HS Orku í samtali við Vísi.is. þar kom fram að Fjórir til sex vörubílar séu keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir.