Nýjast á Local Suðurnes

Þrír öflugir skjálftar á hálftíma

Frá klukkan 18:06 til 18:33 í dag mældust þrír skjálftar yfir þremur við Reykjanestá og nærri Grindavík.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að sá fyrsti hafi verið klukkan 18:06 og var um 3,4, annar skjálftinn varð svo tólf mínútum síðar og var 3,0 að stærð og sá síðasti var klukkan 18:33, 3,8 að stærð.