Nýjast á Local Suðurnes

Góð tilboð, jólaglögg og fish´n´chips á Fjörugum föstudegi

Þá er komið að því að halda hinn árlega Fjöruga föstudag á Hafnargötunni í Grindavík og verður hann haldinn 27. nóvember þetta árið. Er þetta í fimmta sinn sem hann er haldinn síðasta föstudag í nóvember. Jólasveinar verða á ferðinni á Hafnargötunni frá klukkan 17 og eiga kannski eitthvað gott í pokanum fyrir góðu börnin.

Hinir ýmsu þjónustu- og verslunaraðilar við Hafnargötuna bjóða upp á góð tilboð og bjóða einnig fólk velkomið að kíkja í heimsókn og sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða. Tónlist, kynningar, piparkökur, jólaglögg, konfekt, fish´n´chips og margt fleira í boði.

Hér að neðan má sjá kynningarblað fyrir Fjörugan föstudag sem dreift verður í öll hús í Grindavík.

 Kynningarblað – Fjörugur föstudagur