Nýjast á Local Suðurnes

Höfðu upp á eigendum reiðufjár – “Strangheiðarlegur borgari klárlega maður dagsins”

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í gær eftir eiganda að töluverðri upphæð fjármuna sem fundust í umdæminu. Eigendurnir eru fundnir, en um var að ræða íslenska fjölskyldu sem búsett er erlendis og er hér á landi í fríi yfir jólin.

Fjölskyldan sendi lögreglu skilaboð á Facebook og lýstu innihaldi umslagsins sem fannst nákvæmlega, en lesa má allt um málið hér fyrir neðan.