Nýjast á Local Suðurnes

Matarvagnar setja stefnuna á Suðurnesin

Reykjavík Street Food, sem samanstendur af nokkrum matarvögnum, mun mæta í Reykjanesbæ þann 1. maí næstkomandi.

Bílarnir verða staðsettir við Sundmiðstöðina í Reykjanesbæ frá klukkan 17:30 til klukkan 20. Ýmislegt góðgæti verður í boði, humarlokur, fiskur og franskar auk hamborgara.

Þeir vagnar sem verða á svæðinu eru: (birt með fyrirvara um breytingar)

Gastro Truck – Kjúklingaborgarar

Wingman – Kjúklingavængir

Lobster Hut – Humarlokur og humarsúpa

Tasty – Hamborgarar

Vöffluvagninn – Vöfflur og meðlæti

Vegan Vagninn b12 – Veganborgarar

ATH: Vagnar reyna að afgreiða beint í bílinn, hinsvegar ef fólk kýs að fara útur bifreiðum til að panta, eða koma fótgangandi vinsamlega virðið fjarlægðartakmörk – tvo metrana (og fara í viðeigandi röð þá á eftir bílum ef það á við). Segir á sameiginlegri Facebooksíðu veitingavagnaeigenda.