Nýjast á Local Suðurnes

Stórfengleg atriði úr Fast 8 – Suðurnesjamenn sáu um að fólk færi sér ekki að voða

Suðurnesjafólkið hjá Köfunarþjónustu Sigurðar starfaði með öryggisteymi framleiðanda kvikmyndarinnar Fast & the furious 8, sem tekin var upp hér á landi, að mestu leiti. Um er að ræða nýjustu myndina í einni allra vinsælustu kvikmyndaseríu frá upphafi.

Ekki náðist að klára öll smáatriðin við tökurnar hér á landi og því þurfti að ráðast í stærsta “bluescreen” verkefni Fast-myndanna frá upphafi á tökustað í Bandaríkjunum, eins og sjá má af Instagram-færslu frá leikstjóra myndarinnar hér fyrir neðan.

“Við erum með tvö kafara teymi á tveimur bílum til taks ef óhapp yrði t.d bíll eða vinnutæki færi í gegnum ísinn, ” sagði Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustunni, í spjalli við Suðurnes.net á meðan á tökum stóð.

“Þetta verður gaman að sjá mikið af sprengingum og bílaeltingaleikjum, sem áhugamaður um flotta bíla og tæki þá er þetta skemmtilegt að komast í svona verkefni.” Sagði Sigurður.

Frumsýning myndarinnar er áætluð í apríl 2017 en framleiðendurnir eru nú á fullu við að kynna myndina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi.

 

siggi kafari3

fast4

fast3

fast2

fast1