Sýndu einhverfum stuðning með forgangsljósasýningu í tilefni af Bláa deginum – Myndband!
Lögreglan á Suðurnesjum sýnir einhverfum stuðning í tilefni af Bláa deginum, sem nú er haldinn hátíðlegur í dag, 6. apríl. Þetta er í fimmta sinn sem haldið er upp á daginn og eru vinnustaðir, skólar og stofnanir hvattir til að hafa bláa litinn í heiðri á Bláa deginum og að fólk klæðist bláum fötum og veki þannig athygli á góðum málstað.
Lögreglumenn á Suðurnesjum tóku þátt í deginum með því að tendra forgangsljós á lögreglubifreiðum embættisins framan við lögreglustöðina við Hringbraut eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.