Nýjast á Local Suðurnes

Atli Már um Teslu-málið: “Fékk engar upplýsingar hjá lögreglunni á Suðurnesjum”

Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason segist engar upplýsingar hafa fengið um mál Magnúsar Garðarssonar hjá Embætti héraðssaksóknara eða lögreglunni á Suðurnesjum. Atli Már var boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna skrifa um slys sem Magnús er talinn hafa verið valdur að á Reykjanesbraut. Áður en slysið varð ók Magnús Teslubifreið sinni á yfir 180 km. hraða eftir Reykjanesbraut.

Atli Már greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en þar segist hann einnig ekki munu gefa upp nöfn heimildarmanna sinna í umræddu máli, frekar en öðrum málum. Færslu Atla Más í heild sinni má finna hér fyrir neðan.