Nýjast á Local Suðurnes

Slátturinn kominn í útboð

Reykjanesbær hefur óskað eftir tilboðum í Grasslátt, samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða grasslátt á þremur skilgreindum svæðum innan sveitarfélagsins sem er skipt upp í þrjá samningshluta.

Grassláttur skal fara fram á tímabilinu 22. maí – 27. ágúst ár hvert á gildistíma samningsins. Skilgreind svæði samkvæmt skilmálum útboðsins skulu sleginn 4 – 6 sinnum á sérhverju slátturtímabili samkvæmt slátturáætlun. 

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.