Vinsæll veitingastaður opnar á Marriott Courtyard
Einn langlífasti veitingastaðurinn á Suðurnesjum, Langbest, mun opna nýjan stað á Marriott Courtyard hótelinu við Aðalgötu á morgun, föstudag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu staðarins.
Loksins komið að því🥳
Eftir langa bið þá er stundin loksins runnin upp, Langbest opnar á Aðalgötu 60😍
Við opnum á föstudaginn 17.mars klukkan 16:00, allar borðapantanir fara fram á langbest.is😉