Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert landris mælist lengur við Þorbjörn

Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni við Þorbjörn síðustu daga, en þó hafa mælst um 500 skjálftar á svæðinu við Reykjanestá frá 15. febrúar.

Ekkert landris mælist lengur við Þorbjörn og líklegasta skýringin er sú að kvikuinnflæði sé lokið í bili, samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Veðurstofa varar fólk þó enn við hellaskoðun við Eldvörp, en þar mælast enn lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir.

Vísbendingar eru um lítilsháttar sig frá miðjum febrúar en of snemmt er að túlka mælingar að þessu stöddu. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn þriðjudaginn 12. mars næstkomandi og verður staða mála endurmetin þá.