Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara efst á peningalistanum

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn rétt rúmlega 119 þúsund Bandaríkjadali á crossfit-tímabilinu sem nú stendur yfir eða um 15,3 milljónir íslenskra króna. Hún hefur þénað mest allra keppenda í verðlaunafé, hvort sem um er að ræða karla eða konur.

Sara hefur tæplega fjórtán þúsund dala forskot á Patrick Vellner, efsta karlinn, og hefur síðan unnið sér tæplega 46 þúsund dölum meira en næstefsta konan sem er Tia-Clair Toomey, samkvæmt frétt á Vísi.is, en þar má sjá lista yfir þá keppendur sem hafa nælt sér í mest verðlaunafé það sem af er tímabilinu.