Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir fyrir tæpar 1300 milljónir króna

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir næsta ár, sem samþykkt var í vikunni, er gert ráð fyrir að ráðist verði í margvíslegar framkvæmdir á árinu.

Til viðbótar við árlegt viðhald fasteigna og gatnakerfis eru nokkur stærri verkefni á döfinni. Má þar nefna nýframkvæmd á íþróttahúsi og sundlaug við Stapaskóla, nýtt hjúkrunarheimili, nýja hreinsistöð fráveitu og framkvæmdir og uppbyggingu við Njarðvíkurhöfn.

Helstu fjárfestingar á árinu 2021:

  • Stapaskóli – íþróttahús og sundlaug, 1. áfangi, 650 millj.kr.
  • Njarðvíkurhöfn 189 millj.kr. hlutur eftir framlag frá ríkinu
  • Nýtt hjúkrunarheimili 100 millj.kr.
  • Viðbygging við Fjölbrautarskóla Suðurnesja 20 millj.kr.
  • Gervigrasvöllur við Reykjaneshöll 100 millj.kr.
  • Heilsustígar og umhverfisverkefni 150 millj.kr.
  • Önnur verkefni 80 millj.kr.