Nýjast á Local Suðurnes

Öll Suðurnesjaliðin eiga leiki í Dominos-deildinni í kvöld

Dominos-deild karla í körfuknattleik fer á fullt í kvöld eftir frí yfir hátíðirnar. Grindvíkingar eiga heimaleik gegn FSu klukkan 19.15 í Mustad-höllinni. Keflavíkingar sem eru í efsta sæti deildarinnar um þessar mundir eiga einnig heimaleik en þeir mæta lærisveinum Einars Árna Jóhannssonar í Þór frá Þorlákshöfn, leikurinn hefst klukkan 19.15. Njarðvíkingar eiga hinsvegar ferðalag til Egilsstaða fyrir höndum en þar hefja þeir leik gegn botnliði deildarinnar, Hetti klukkan 18.30.

Keflvíkingar eru sem fyrr segir í efsta sæti deildarinnar, Njarðvíkingar sitja í því fimmta og Grindvíkingar verma áttunda sætið.