Sektuð fyrir að nota upplýsingakerfi lögreglu í eigin þágu
Landamæravörður í landamæradeild lögreglustjórans á Suðurnesjum, kona á fertugsaldri, hefur verið dæmd til greiðslu sektar fyrir að fletta upp málum í lögreglukerfinu LÖKE tengdum fyrrverandi kærasta sínum og málum konu sem landamæravörðurinn hafði átt í samskiptum við vegna lögreglumáls.
Frá þessu er greint á vef Héraðsdóms Reykjaness, en í dómnum kemur fram að konan hafi játað háttsemi sína en neitað sök þar sem hún hefði ekki notfært sért upplýsingarnar sem hún fékk úr LÖKE. Dómari málsins féllst ekki á það og var konan dæmd til greiðslu 100 þúsund króna sektar.