Nýjast á Local Suðurnes

Leggja mikla áherslu á að kaupa sláttuvél fyrir næsta sumar

Erindi frá knattspyrnudeildum Keflavíkur og Njarðvíkur um kaup á sláttuvél var rætt á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar á dögunum og er óhætt að segja að vel hafi verið tekið í erindið, enda afar mikilvægt fyrir félögin að hafa vel hirta knattspyrnuvelli.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur þannig mikla áherslu að geta orðið við beiðni knattspyrnudeilda UMFN og Keflavík, samkvæmt fundargerð, og var erindinu vísað beint til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir arið 2023.