Nafn stúlkunnar sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi – Bænastund verður haldin í kvöld
Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi í gær hét Alma Þöll Ólafsdóttir. Alma Þöll var átján ára gömul. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.
Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu á níunda tímanum í gærmorgun.