Nýjast á Local Suðurnes

Hringtorg á Reykjanesbraut boðin út – Isavia aðili að útboðinu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær óska eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut í Reykjanesbæ. Annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg (Þjóðbraut). Í auglýsingu kemur fram að aðlaga þurfi aðliggjandi vegi að hringtorgunum.

Tilboð verða opnuð þann 30. maí næstkomandi og skal allri malbikun lokið fyrir 1. september 2017. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2017.

Athygli vekur að rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, Isavia er einn verkkaupa, en lengi hefur verið talað fyrir því að fyrirtækið komi að framkvæmdum við Reykjanesbraut.