Nýjast á Local Suðurnes

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir: “Hef brennandi áhuga á stjórnmálum og vil láta gott af mér leiða”

Framboðslisti Dögunar í Suðurkjördæmi hefur vakið athygli, en fimm efstu sæti listans, sem leiddur er af Ragnhildi L Guðmundsdóttur, eru skipuð konum.

Ragnhildur hefur verið áberandi í umræðum um íbúða- og stóriðjumál að undanförnu, en hún sagðist í spjalli við Suðurnes.net hafa ákveðið að bjóða fram fyrir Dögun þar sem flokkurinn vill ekki ríghalda í það sem er gamalt og úr sér gengið heldur skoða hlutina lausnarmiðað.

“Dögun er umbótaafl, vill breytingar og er ekki flokkur sem rígheldur í það sem er gamalt og úr sér gengið heldur alltaf til í að endurskoða málefnin til þess að finna ævinlega bestu lausnina. Dögun vill standa með heimilunum í landinu en ekki að taka stöðu með fjármálakerfinu gegnu heimilunum í landinu.” Sagði Ragnhildur um ástæður þess að hún hafi valið Dögun til að koma sínum stefnumálum á framfæri.

Þá segist Ragnhildur hafa brennandi áhuga á stjórnmálum og það sé kjörinn vettvangur til þess að láta gott af sér leiða.

“Ég á mér mörg áhugamál, þar á meðal eru ferðalög, lestur og skrif, auk stjórnmála, en ég hef brennandi áhuga á stjórnmálum og vil láta gott af mér leiða.” Sagði Ragnhildur.

Raghildur varð að lokum góðfúslega við beiðni um að svara nokkrum spurningum um sjálfa sig og má sjá svör hennar hér fyrir neðan:

Nafn: Ragnhildur L. Guðmundsdóttir

Hjúskaparstaða og Börn: Gifti mig 18 ára og á 4 börn og 8 barnabörn. Elsta 14 ára og yngsta 1 árs.

Heimili: Melteigur 20 Kef.

Menntun: BA Félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein, kennsluréttindanám; almenn kennsla í grunnskóla (aðallega danska og samfélagsfræði) og félagsfræði í framhaldsskóla. Lauk MA námi í náms- og starfsráðgjöf 2015 með áherslu á endurhæfingarráðgjöf.

Atvinna: Er starfandi kennari, umsj.kennari og náms- og starfsráðgjafi.

Áhugamál: Ég er með mörg áhugamál, ég er starfandi skátaforingi og í stjórn Heiðabúa, ég er í Kvennakór Suðurnesja, ég er andstæðingur stóriðju í Helguvík, einn stofnenda og átti frumkvæði að, stofnun Íbúðafélags Suðurnesja hsf. Hef áhuga á ferðalögum, lestri og skrifum. Síðast en ekki síst, brennandi áhuga á stjórnmálum og vil láta gott af mér leiða.

Uppáhaldsmatur og Uppáhaldsdrykkur: Vont er að velja á milli, á nokkra uppáhalds, ísl. kjötsúpa, saltkjöt og baunir, plokkfiskur og fiskisúpa. Helst drekk ég vatn, finnst það best.

Uppáhaldsbók:. Ljóðabækur Kristjáns Hreinssonar ofl.

Eitt atriði sem fólk veit almennt ekki um þig: Ég er með fóbíu fyrir köngulóm hahaha ….

Ertu hjátrúarfullur? Hvernig? Nei ég er ekki hjátrúarfull en trúi því að þegar maður kveðji þessa jarðvist þá gangi maður inn í sumarlandið.

Hvaða persónu úr mannkynssögunni værir þú helst til í að drekka kaffi með: Móður Theresu.

Lýstu þér í fimm orðum: þver, samviskusöm, ósérhlífin, ákveðin og sterk.

Ef þú mættir vera einhver annar í einn dag: Vili ekki vera neinn annar en ég er, er sátt við sjálfa mig en vildi gjarnan hafa tækifæri til þess að ná stefnu Dögunar fram því hún á svo sannarlega erindi við fólkið í landinu.

Lífsmottó: Gullna reglan og Vertu breytingin sem þú vilt sjá.